Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488466088.3

    Mekatronik 3
    MEKV2TK03(AV)
    1
    Mekatronik
    kóðabreytar, samrásir, teljarar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Í áfanganum kynnast nemendur samrásum og virkni þeirra. Samrásir sem skoðaðar verða eru m.a.: samlagningarrás, samanburðarrás, kóðabreytir, línuveljari, teljari og hliðrunarsérminni. Virkni lása og vipna er krufin svo og samfasa og ósamfasa teljara. Lögð er áhersla á verklegar æfingar og verkefnavinnu þar sem nemendur tengja og prófa rásirnar á tengispjöldum ásamt því að teikna þær og prófa virkni þeirra í hermiforriti. Tölvutækni er notuð við verkefnavinnu og skýrslugerð. Nemendur læra að setja upp og viðhalda einföldu blogg vefkerfi. Lögð er áhersla á flokkun efnis og leit að gögnum í vefkerfi.
    MEKV1ST03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni helstu samrása
    • virkni helstu lása og vippna
    • virkni helstu púlsgjafa
    • eiginleikum einfaldra bloggkerfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mælitækjum við að prófa rökrásir
    • beita hermiforritum til prófunar á rökrásum
    • forma færslur í bloggkerfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna samfasa teljara
    • flokka og vista gögn og tilvísanir í miðlægu vefkerfi
    • ritstýra eigin vefkerfi
    • tengja samrás í hermiforriti og prófa hana
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.