Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488466124.65

    Mekatronik 4
    MEKV2ÖH03(AV)
    2
    Mekatronik
    flæðirit, hönnun, örgjörvar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota í skynjararásum og ýmiskonar stýrirásum. Farið er í greiningu viðfangsefna og hönnun virkni með hjálp flæðirita, blendingsmáls og stöðurita.Nemendur læra helstu atriði varðandi gerð forrita (runa, val og ítrekun) og aðferðir við að framkvæma þær. Lögð er áhersla á að miða lausnir við þriggja eininga model örtölvu (inntak, úrvinnsla, úttak) og sérstaklega skoðaðir möguleikar á að nýta bólska algebru við úrvinnslu. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig nota má sannleikstöflur og Karnaugkort til að gera stærðfræði jöfnur sem leysa viðfangsefni og hvernig hönnunaraðferðir hafa áhrif á uppbyggingu forrita. Tölvutækni er notuð við verkefnavinnu og skýrslugerð.
    MEKV2TK03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu einfaldra forrita
    • grunnatriðum í hugbúnaðargerð
    • einfaldri greiningu og hönnun hugbúnaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til ítrekun og val í forriti
    • teikna virkni forrita með flæðiriti eða stöðuriti
    • nota bólska algebru við forritun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og hanna einfalda örtölvustýringu
    • forrita örtölvu eftir ákveðinni hönnunarforskrift
    • nota miðlægt vefkerfi við nám
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.