Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488554141.99

    Raflagnir 1
    RALV1RÖ03(AV)
    1
    raflagnir
    kapallagnir, lagnatækni, röralagnir, tengingar
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Nemandinn kynnist vel starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins, öðlast skilning á eðlisfræðilegri hegðun rafmagns og fræðist um virkni ólíkra rofa með tengi- og smíða verkefnum. Einnig kynnist hann því efni sem notast er við í einfaldar raflagnir. Nemandinn fær fræðslu um öryggismál og kynnist reglugerðum sem gilda fyrir fagið.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggismálum og reglugerðum er varða vinnu við rafmagn
    • verkfærum rafiðnarmannsins og helstu störfum
    • virkni mismunandi rofa
    • helstu teiknitáknum
    • litakóða víra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja rofa, samrofa, krónurofa og krossrofa
    • leggja kapallagnir fagmannlega á lítið spjald
    • leggja röralagnir fagmannlega á lítið spjald
    • tengja falir, klær og fjöltengi
    • beita réttum verkfærum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja muninn á hinum ýmsu efnum með tilliti til mismunandi aðstæðna
    • setja upp rofa með tilliti til aðstæðna
    • greina mun á faglegum og ófaglegum vinnubrögðum
    • gæta fyllsta öryggis í umgengni við rafmagn
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.