Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488554205.5

    Raflagnir 2
    RALV1RT03(AV)
    2
    raflagnir
    raflagnir, töflusmíði
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Í þessum áfanga er fjallað um framleiðslu raforku og hvernig henni er dreift um sveitir og bæi, allt að neysluveitu notanda. Lögð er áhersla á öryggismál í tengslum við umgengni við rafmagn og hættur útskýrðar í máli og myndum. Nemandinn fær æfingu í að leggja lagnir í tiltekið lagnarými þar sem hann fylgir ákvæðum reglugerðar og stöðlum um raforkuvirki. Fjallað er enn frekar um raflagnaefni, efnisfræði rafbúnaðar og annan búnað í minni neysluveitum.
    RALV1RÖ03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • raforkuframleiðslu og dreifikerfi
    • öryggis- og reglugerðarákvæðum er varða raflagnir og varnaraðferðir
    • einföldum kapallögnum
    • einföldum röraraflögnum og ídrætti víra
    • helstu raflagnatáknum
    • algengustu heimilistækjum og orkuþörf þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja ýmsa rofa og búnað sem tengjast minni veitum
    • forðast hættur bæði í vinnu við rafmagn og umgengni á vinnustöðum
    • draga leiðara í rör
    • skipuleggja starf sitt og beita faglegum vinnubrögðum
    • tengja helstu rofa og tengla í minni veitum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá hættur sem leynast við vinnu með rafmagn og verkfæri
    • skilja orkunotkun í heimahúsum og velja búnað í samræmi við hana
    • velja raflagnaefni í minni veitur
    • leggja raflagnir og tengja í minni veitur
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.