Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488629716.95

    Samskiptastjórnun bifreiða CANbus
    BMRS4ST05
    2
    Samskiptastjórnun bifreiða
    CANbus, samskiptastjórnun, tölvustýring
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Farið er yfir gerð tölvustýrikerfa, staðsetningu íhluta, hlutverk þeirra og virkni kerfanna. Skoðaðar eru aðferðir til að prófa kerfin bæði með sveiflusjá og skanna. Farið er yfir hvaða atvik eða bilanir geti vakið bilanakóða og hvernig staðið skuli að viðgerð kerfanna. Áhersla lögð á hvað má og má ekki í umgengni við kerfin. Farið er yfir virkni netkefa (CAN) og tengingu þess við hreyfilstýringa ökutækja. Farið yfir helstu hugtök í rafbúnaði ökutækja áhrif og getu búnaðs til stýringar, stjórnunar og samskipta í bifreiðum. Farið yfir rökrásaruppbyggingu og talnakerfi. Nemendur kynna sér helstu samskiptakerfi ökutækja. Farið yfir notkun bilanagreina og sveiflusjár til greininga á samskiptabúnaði ökutækja. Farið yfir tákn bilanakóða ökutækja tengdum samskiptum í netkerfi þeirra. Áhersla á verklegar æfingar í notkun mælitækja, bilanagreina og búnaðs sem greint getur rafræn samskipti. Áhersla lögð á notkun greinitækja, sveiflusjár og AVO mælitækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu ýmissa netkerfa ökutækja
    • heildarvirkni rafbúnaðar bifreiða með netkerfi
    • sýnilegum bilanakóðum
    • helstu gerðum tölvustýrikerfa hreyfla
    • helstu íhlutum og hvar þeir eru í ökutækinu
    • uppbyggingu samskiptamerkja hreyfla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota greiningartæki og sveiflusjá til að bilanagreina ökutæki
    • sinna reglubundnu viðhaldi og skipta um íhluti kerfa
    • mæla samskiptakerfi ökutækja
    • prófa kerfi með sveiflusjá og greiningarbúnaði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þjónusta netkerfi ýmissa ökutækja
    • nýta sér nýjustu greiningartæki til að bilanagreina
    • miðla þekkingu sinni til undirmanna sinna
    • lýsa helstu gerðum tölvustýrikerfa hreyfla og virkni þeirra
    • lýsa hvernig greina má einfaldar bilanir sem tengjast tölvustýrikerfum hreyfla
    • lýsa vinnslu samskiptabúnaðar í hreyfilstýringu ökutækja
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.