Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488890104.91

    Raflagnir 6
    RALV3IT05
    2
    raflagnir
    iðnaðarveita, raflagnir, töflusmíði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í þessum áfanga er fjallað um uppbyggingu á stærri húsveitum, raflagnir, lágspennu- og smáspennulagnir. Lögð er áhersla á lagnaefni, lagnaleiðir, aðal- og dreifitöflur, lýsingarkerfi, iðnaðartengla og tengikvíslar. Enn fremur boðskiptakerfi (loftnets-, dyrasíma- , síma- og tölvukerfi) í fjölbýlishúsum. Farið er í sérákvæði í reglugerðum varðandi raf- og smáspennulagnir. Gerð er aðaltafla fyrir iðnaðarveitu með straumspennamælingum, raf- og smáspennulögnum, lekastraumsvörn og spennujöfnun. Unnar eru tilkynninga- og mælingaskýrslur og gerðar efnis- og kostnaðaráætlanir.
    RALV3RT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og virkni varnarráðstafana
    • öryggismælingum á iðnaðarveitu
    • reglugerðarákvæðum og stöðlum varðandi neysluveitur
    • mismunandi lágspennu kerfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja heimtaugar og mælitæki upp að 400 Amper
    • setja upp og tengja aðaltöflu upp að 400 Amper
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ákveða stærð aðaltöflu
    • mæla hringrásarviðnám, einangrunarviðnám og fasaröðun
    • gera úttektarskýrslu
    • ákvarða röðun búnaðar í aðaltöflu
    • skila verkinu fagmannalega frá sér
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.