Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489405882.37

    Rafmagnsfræði 2 fyrir vélstjóra
    RAMV2MJ05(AV)
    3
    Rafmagnsfræði
    jafnstraumsvélar, mælar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Nemendur kynnast uppbyggingu og notkun rafmæla, öðlast þekkingu á segulmagni og rafsegulmagni og geta útskýrt grundvallarvinnumáta rafvéla út frá því. Nemendur öðlast þekkingu á uppbyggingu jafnstraumsvéla, á tengibúnaði jafnstraumsmótora og geta annast bilanaleit. Þá öðlast nemandinn þekkingu á undirstöðuatriðum riðstraumsrása og raflögnum í íbúðum.
    RAMV1HL05, STÆF2RH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun og tengingu helstu rafmæla í töflum
    • segulmagni, rafsegulmagni og virkni þess í rafvélum
    • uppbyggingu, ræsibúnaði og tengingu jafnstraumsmótora
    • uppbyggingu rafkerfis í smábátum og einstökum hlutum þess
    • uppbyggingu rafkerfis í íbúðum
    • rafkerfum dísilvéla
    • undirstöðuatriðum riðstraums og riðstraumsrása
    • afli og fasviki í ein- og þriggja fasa riðstraumsrásum
    • afleiðingum útleiðslu í skipum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja helstu tæki sem notuð eru í íbúðum s.s. ljós, rofa, tengla og klær.
    • framkvæma einfaldar einangrunarmælingar í rafkerfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma einfalt viðhald og bilanagreiningu á rafkerfum smábáta
    • greina og finna útleiðslu í bátum
    • framkvæma einfalt viðhald á rafkerfum íbúða
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.