Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489406038.35

    Vélfræði 2
    VÉLF2VE05(AV)
    2
    Vélfræði
    varmajöfnuður og eimur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í þessum áfanga læra nemendur hvernig orkan í eldsneytinu breytist m.a. í hreyfiorku og varmaorku og hvernig hún nýtist til að knýja skipið áfram. Farið verður yfir grunnþætti gufukatla og eimframleiðslu. Nemendur læra að útleiða formúlur sem koma fyrir í námsefninu, útskýra gildi breytnanna í formúlunum og beita þeim á viðeigandi hátt við lausn verkefna. Farið í útreikninga á dælukerfum.
    VÉLF1AE05, VÉLS2KB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umbreytingu á orku við notkun brunavélar, varmajöfnuð og nýtingu orku
    • nýtingu orku í brunavélum og nýtingu orku við að knýja skip áfram
    • mótsstöðu skipa í sjó og olíunotkun
    • sveigju skipsskrúfu, skrikun hennar, skrúfulínuriti, afkastalínuriti
    • neðra og efra varmagildi olíu og aðferðum við mælingu varmagildis
    • fullkomnum bruna og orsökum ófullkomins bruna
    • fræðilegri loftþörf, loftaukatölu og raunverulegri loftþörf brunavéla og katla
    • notkun eims við aflfærslu, notkun á eimtöflum, myndunarvarma og nýtni ketils
    • mismuni á vatnsrörakatli og reykrörakatli
    • aflþörf dælukerfa
    • kennilínu miðflóttaaflsdælu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna varmagildi eldsneytis út frá efnasamsetningu þess
    • lesa út úr eimtöflum
    • lesa út úr h-t linuriti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera varmajöfnuð fyrir vélkerfi
    • finna leiðir til olíusparnaðar um borð í skipum
    • setja fram útreikninga á skipulegan og snyrtilegan hátt
    • gera varmajöfnuð fyrir Dieselvél og ketil
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.