Í áfanganum eru kynntir helstu ferðmannastaðir í byggð og óbyggð. Skoðaðir eru ferðamöguleikar og framboð, eftir hverju er að sækjast fyrir ferðamenn á Íslandi. Skoðuð eru helstu einkenni þjóðlífs, menningar og náttúru landsins. Farið er yfir helstu atriði náttúruverndar og skoðað hvernig nýting lands og ýmis afþreying í ferðaþjónustu getur farið saman. Skoðað er hvernig atvinnugreinin hefur byggst upp og hvaða verkferlar eru viðhafðir í stjórnun ferðamála. Nemendur þurfa að þekkja helstu gisti-og hótelkeðjur. Farið er yfir vegakerfi landsins og skoðaðar eru aðrar samgönguleiðir. Kennd er notkun handbóka og upplýsingamiðla um land og þjóð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfsemi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar
áhrifum ferðaþjónustu á íslenskt samfélag
hvernig á að skipuleggja og undirbúa ferðir um Ísland fyrir hópa og einstaklinga
hvernig ferðamannahópar hafa mismunandi væntingar með tilliti til markhóps
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
átta sig á staðháttum á láglendi og hálendi, aðgengi, aðstöðu og aðdráttarafli
skipuleggja ferðir fyrir mismunandi hópa með mismunandi þarfir
notað handbækur, heimasíður og aðra miðla sem í boði eru
lesa úr landakortum, rafrænum kortum og upplýsingum fyrir ferðaþjónustu
skipuleggja ferðir með hæfilegum akstri og fjarlægðum
raða saman mismunandi afþreyingu og aðdráttarafli í náttúru Íslands á skynsamlegan og ánægjulegan hátt fyrir ferðamenn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja helstu vinnuferla ferðaþjónustuaðila
vita hvar helst er að leita upplýsinga um land og þjóð
þekkja þolmörk svæða og einstakra staða til að skaða ekki náttúru landsins
geta reiknað út verð ferða og hafa skilning á gengismálum í viðskiptum
hafa þekkingu á hvar hægt er að fá mat og gistingu á ferð um landið
geta kynnt tillögur fyrir væntanlegum kaupanda í máli og myndum
Fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans. Lokaeinkunn byggir á kennara-, sjálfs- og jafningjamati á jafnri virkni og verkefnaskilum nemenda.