Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490705055.76

    Starfsþjálfun 3 bifvélavirkjun
    STAÞ3SB25
    7
    Starfsþjálfun
    starfsþjálfun í bifvélavirkjun
    Samþykkt af skóla
    3
    25
    AV
    Í þessum áfanga starfsþjálfunarinnar er lögð áhersla á að nemandinn geti unnið sjálfstætt m.a. að viðgerðum á boðskiptakerfum og ýmiss konar tölvukerfum. Nemandinn þjálfast í notkun mælitækja og rökhugsun við bilanaleit. Nemandinn fær þjálfun í að bilanagreina stýrikerfi ökutækja og meta hvort upplýsingar frá kerfunum séu trúverðugar. Í lok áfangans skal nemandinn hafa öðlast hæfni til þess að geta leiðbeint viðskiptavinum um val á viðgerðarleið. Nemandi skal geta efnistekið nákvæmlega og forgangsraðað verkþáttum viðgerða.
    STAÞ2SB25. Nemandi þarf að hafa lokið námi á fyrstu tveim önnum bifvélavirkjunar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim efnum sem unnið er með í bifvélavirkjun allt frá vökvum að raflagnaefni
    • þeim tækjum sem notuð eru við vinnu í bifvélavirkjun
    • endurvinnslu efna eins og málma ásamt förgun spilliefna og úrgangs
    • sérákvæðum varðandi raflagnir í ökutækjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta ástand mengunarvarnar búnaðar og gera tillögur að lagfæringum
    • nota efni og verkfæri sem tengjast viðkomandi iðngrein
    • vinna við tölvustýringar ökutækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • finna bilanir í raflögnum
    • tengja meðalstór boðskiptakerfi s.s. loftnetskerfi og ljósleiðara
    • mæla hringrásarviðnám og einangrunnarviðnám
    • leiðbeina viðskiptavinum varðandi val á viðgerðarleið
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.