Í þessum hluta starfsþjálfunar er lögð sérstök áhersla á skipulag og sjálfstæð vinnubrögð nemanda. Nemendur í starfsþjálfun eru sérstaklega þjálfaðir í samskiptum við viðskiptavini til að skilja óskir viðskiptavina og mikilvægi kurteisi, heiðarlegrar framgöngu og virðingar í samskiptum. Nemandinn á að vinna með sjálfstæðum hætti við fjölbreytta verkþætti á vinnustað og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Lögð er áheyrsla á að nemandinn vinni við verkþætti þar sem að hann tekur sjálfsæðar ákvarðanir hvað varðar framvindu verks sem hann vinnur við og sjálfstæð þekking og hæfni endurspegli kunnáttu hans í verkþáttum sem unnið er við. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem meistari og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Starfsþjálfun 4 er ávalt tekin eftir að skóla og annarri starfsþjálfun líkur.
STAÞ3SB25
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögum og reglugerðum sem gilda um ökutæki hérlendis
verðmyndun verkþáttar í bifvélavirkjun
helstu reglum og venjum sem gilda í viðskiptum bíleiganda og bílaverkstæða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota nýjustu mælitæki framleiðanda við stillingu véla eða annara þátta í ökutækjum
fá upplýsingar frá framleiðendum og vinna skýrslur vegna viðgerða til framleiðenda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera skriflegar verklýsingar með kosnaðaráætlun fyrir verk á sínu fagsviði
kynna sér uppbyggingu kostnaðaráætlana framleiðenda ökutækja á hverjum tíma
meta ástand flóknari ökutækja og setja fram áætlun vegna viðgerðarþarfar
skipuleggja verkferla, setja upp verkþáttaröð og verkáætlun og vinna samkvæmt henni
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.