kraftar og sveiflumyndun, uppbygging og slitfletir véla
Samþykkt af skóla
3
5
AV
Nemandinn fær heildar yfirsýn yfir skipulag vélarúms, m.a. vélastaðsetningar og lagnafyrirkomulag. Nemandinn öðlast með hjálp fjölbreyttra gagna djúpa þekkingu á uppbyggingu einstakra vélarhluta og hlutverki þeirra. Hann geti metið ástand þeirra með mælingum og slitmörk út frá gögnum framleiðenda og öðrum upplýsingum. Í áfanganum er fjallað um ræsiloft og loft fyrir vinnuvélar og stýritæki, einstaka þætti loftkerfa, afgaskerfi, skólp- og sorakerfi, sjókerfi og ferskvatnskerfi til almennra nota. Fjallað er um legur, þ.m.t. hvítmálmslegur, uppbyggingu og gerð þeirra og notkunarsvið ásamt því að fjalla um krafta í bulluvélum, um sveiflumyndun í vélum og vélakerfum, um eigin tíðni véla, um gerð og hlutverk dempara og eftirlit með þeim, um byggingu meðalhraðgengra og hraðgengra dísilvéla og ýmis rekstraratriði varðandi svartolíubrennslu og gangtruflanir. Í verklega þætti áfangans er áhersla lögð á keyrslu vélarrúms ásamt ritmyndatöku og þjálfuð viðbrögð við gangtruflunum. Skilvindur, viðhald og rekstur. Þrýstivökvakerfi og vökvagíra svo og Pt-eldsneytiskerfi og afgasvaka. Nemandinn skal gera áætlun um viðgerðir og leggja mat á ástand búnaðarins að viðgerð lokinni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu ræsiloftskerfis og alla hluta þess, þar á meðal tveggja þrepa loftþjöppu, ræsilofthylki með lokum og annan búnað sem tilheyrir slíku kerfi
mismunandi loftræsibúnaði dísilvéla
uppbyggingu afgaskerfis
helstu gerðum lega, uppbyggingu þeirra og notkunarsviði
innri sveiflum í vélum og vélakerfum, um eigintíðni véla og hvernig megi draga úr óæskilegum sveiflum
hlutverki dempara, helstu gerðum þeirra og eftirliti með ástandi þeirra
uppbyggingu loftræstikerfis
mismunandi gerð lega til mismunandi nota
aðferðum varðandi þurrkun lofts fyrir stýrikerfi og loftræstikerfi fyrir vélarrúm og lestar
mismunandi gerðum afgaskatla og öryggisbúnaðar sem tengist þeim
mismunandi tegundum eldsneytisolíu og smurolíu, eiginleikum þeirra og annmörkum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera tillögur um val á vélbúnaði og íhlutum sem best hentar við tilteknar aðstæður, t.d. með tilliti til álags, snúningshraða og endingar
gera tillögur um viðhald og leggja mat á árangur af viðgerðum
rekja og lýsa fráveitukerfum í skipum, þ.e. skólpkerfum og lögnum, og kerfum til söfnunar, geymslu og losunar á sora og austri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra fyrirkomulagsteikningar í vélarrúmi og rörateikningar mismunandi kerfa
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.