Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491060662.37

    Rafeindatækni 2
    REIT4SL05
    1
    Rafeindatækni
    ljóstengi, straumgrannar IC-rásir, transistor, tríakk
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    AV
    Í áfanganum fær nemandinn þjálfun í að tengja transistora, mæla vinnuspennur þeirra við eðlilegar aðstæður og öðlast skilning á því hvernig hægt er að láta straumgrannar IC-rásir stýra aflfrekum tækjum með transistorum. Nemandinn kynnist möguleikum ljóstengja, bæði með transistor og tríakk, og fær þjálfun í að tengja og mæla. Hann öðlast þjálfun í að tengja og mæla vélgæslukerfi, sem er byggt upp með IC-rásum og transistorum og kynnist mismunandi búnaði til að þreifa eftir ástandi á mælistöðum kerfisins. Nemandinn öðlast sérþekkingu og skilning á þeim þáttum rafmagnsfræðinnar sem lúta að stjórnbúnaði véla og tækja og bilanaleit, einnig vinnu með örgjörva og forritun þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn fái þjálfun í uppbyggingu rafeindatækja, í lóðningu íhluta á prentplötu og að ganga frá tækjum á löglegan hátt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun straumgrannra IC-rása við stýringar á aflfrekum tækjum með transistorum
    • IC-rásum (MOS-fjölskyldunni)
    • uppbyggingu og virkni riðstraumsmagnara
    • uppbyggingu og virkni brunavarnakerfa og skynjurum sem tengjast þeim
    • forritun fyrir ferjald með örgjörva
    • uppbyggingu og virkni hitanema og aðferðum við tengingu þeirra
    • notkun ljóstengja við stýringar á búnaði
    • ljóstengjum, bæði með transistor og tríakk
    • notkun og tengingu transistora
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja viðeigandi nema á grundvelli notkunar og mælisviðs
    • tengja og mæla stafrænar rásir og hliðrænar rásir
    • lóða íhluti á prentplötu
    • kanna ástand framangreindra íhluta og leggja mat á hvort þeir eru í lagi eða ekki
    • tengja ferjald við iðntölvur
    • vinna við rásir með aðgerðamögnurum
    • vinna að bilanaleit og úrbótum í stjórnbúnaði véla og tækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera bilanagreiningu á flóknum rafbúnaði og stjórnbúnaði
    • framkvæma viðgerðir á rafeindarásum og ganga frá þeim á löglegan hátt
    • meta ástand rafeindatækja
    • tengja og mæla afriðilsrásir og stýrirásir með týristorum
    • gera einfaldar bilanagreiningar í rafeindarásum
    • vinna með örgjörva og forritun þeirra
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.