Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491061540.84

    Efnafræði olíu og vökva
    OLFR3OV04
    1
    Olíufræði
    ástand og mat á olíum og öðrum vökvum í vélum um borð í skipum
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AV
    Nemandinn kynnist olíum og olíuvörum sem notaðar eru við rekstur aflvéla skipa (brennsluolíur, smurolíur, smurefni og leysiefni). Nemendur þjálfast í notkun mælitækja og efna til að gera prófanir á smurolíu, kælivatni og ketilvatni og aflað þannig upplýsinga til að leggja mat á ástand og gæði vökvanna. Skoðað er bruna- og blossamark olíu, seigjumælingar á olíu, mælingar á basatölu olíu og vatnsmagni í olíu. Fast og fljótandi eldsneyti úr kolefnissamböndum. Fjallað er um vinnslu á olíu og hvað mælikvarðarnir oktantala, setantala og dísilindex segja til um brunaeiginleika eldsneytis. Einnig er fjallað um helstu eiginleika ketil- og kælivatns, hvað þarf að varast og hvers vegna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eldsneytisnotkun, orkutapi og orkunýtingu
    • eldsneytisgerðum, olíutegundum og staðbundnum einkennum olíu
    • oktantölu, setantölu og dísilindex
    • fullkomnum bruna og orsökum ófullkomins bruna
    • tæringarvörnum ferskvatns- og sjókerfa
    • útfellingum og áhrifum þeirra
    • helstu eiginleikum smurolíu af mismunandi flokkum og meðferð hennar við daglegan rekstur véla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina ástand kæli- og ketilvatns og bregðast við frávikum
    • setja niðurstöður mælinga og athugana fram í skýrsluformi
    • greina og meta ástand eldsneytis, smurefna og kælivökva út frá niðurstöðum sérhæfðra prófana
    • gera mælingar og tilraunir með smurefni og kælivökva og skrá niðurstöður skilmerkilega
    • halda utan um mæligögn á öruggan máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga um ástand smurolía og smurefna með mælitækjum
    • útskýra staðbundin einkenni olíu og gera grein fyrir vinnslu á fljótandi eldsneyti og helstu eiginleikum þess
    • taka ákvarðanir um viðbrögð ef niðurstöður mælinga gefa tilefni til
    • meta upplýsingar, t.d. samanburð mældra gilda við eðlilegt eða æskilegt ástand
    • setja fram efni og niðurstöður verkefna í skýrslu þar sem fram koma helstu mæliniðurstöður, útreikningar, línurit og ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðum mælinga og tilrauna
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.