Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1492524395.94

    Teikning - smíði II
    BVTS3BS05
    4
    Teikning
    BVTS
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Teiknaðir einfaldir hlutar í yfirbyggingu ásamt með skurðum. Valið í þá efni og hluta af þeim síðan skipt upp í hæfilegar smíðiseiningar. Einhver þessara eininga er síðan stækkuð upp í vinnuteikningu, gerðir útflatningar þar sem við á. Efnað niður eftir teikningunni og gripurinn síðan smíðaður eftir eigin teikningu nemandans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að velja efni í smíðisgripi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna eftir fyrirmælum einfalda gerð yfirbyggingarhluta úr mótuðum stálprófílum
    • velta milli myndflata og gera skurði og útflatninga þar sem við á
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr vinnuteikningu af hluta smíðisgrips, efna niður í hann og setja hlutinn saman með viðhlítandi vinnsluaðferðum
    Verklegt mat 80% (teikning 40%, smíði 40%). Ástundun 20%.