Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1494837611.8

    Forritun II
    FORR2FA05(BU)
    8
    forritun
    forritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BU
    Í áfanganum er unnið með gagnategundir, aðferðir (e. methods), fylki, lista og skrár. Nemendur kynnast klasasöfnum og ýmsum atriðum við hönnun forrita sem eru nátengd hlutbundinni forritun. Fjölmörg verkefni eru unnin á önninni sem gefa nemendum innsýn í hlutbundna forritun.
    FORR1FG05AU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi gerðum fylkja.
    • virkni lista.
    • aðferðum með og án færibreyta.
    • strengjavinnslu.
    • notkun skráa sem gagnageymslu.
    • villumeðhöndlun.
    • klasasöfnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna verkefni sem krefjast notkunar fylkja við úrlausn.
    • nota lista til að leysa verkefni.
    • vinna með einfaldar textaskrár.
    • skrifa eigin aðferðir með færibreytum.
    • meðhöndla villur í forritun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja mismunandi leiðir við lausn forritunarverkefna.
    • nota fylki/lista við lausn verkefna.
    • nota eigin aðferðir/föll við lausn verkefna.
    • nota textaskrár við lausn verkefna.
    Símat.