Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti þróað hugbúnað samkvæmt hlutbundinni aðferðafræði og geti valið þær leiðir sem best eiga við hverju sinni. Klasahugtakið er fyrirferðamikið í þessum áfanga og læra nemendur að hanna og útfæra klasa og nota klasasöfn. Áfram verður unnið með aðferðir, lista, fylki, strengjavinnslu og skráarvinnslu. Nemendur vinna mismunandi verkefni sem reyna á færni þeirra og getu varðandi þessi atriði.
FORR2FA05BU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutverki klasa og klasasafna.
notkun margra klasa við lausn verkefna
tengingu klasa.
hlutbundinni aðferðarfræði.
vinnslu með utanaðkomandi gögn.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
búa til klasa.
nota fleiri en einn klasa við lausn verkefna.
vinna með gögn í textaskrám.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna verkefni sem krefjast notkunar mismunandi klasa við úrlausn.
smíða sína eigin klasa.
vinna með utanaðkomandi gögn við úrlausn verkefna.