Í áfanganum er fjallað um lífríki, staðhætti og menningu við Skjálfanda. Nemendur fræðast um helstu dýrategundir á svæðinu með sérstakri áherslu á hvali og hegðun þeirra. Jarðfræði svæðisins og veðurfari eru gerð skil auk þess sem fjallað er um sögu svæðisins og helstu þjóðsögur sem tengjast svæðinu. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert þekkingu sinni skil á íslensku og ensku.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lífríki sjávar með áherslu á Skjálfandaflóa og landsvæðið þar í kring
tengslum búsvæða og lífríkis og tengslum lífvera innbyrðis
áhrifum mannsins á lífríkið
helstu dýra- og plöntutegundum í og við Skjálfandaflóa með sérstakri áherslu á hvali og sjófugla og æti þessara tegunda
örnefnum og staðháttum við Skjálfandaflóa
lofthjúpi jarðar, efnasamsetningu og lagskiptingu hans
flokkun skýja og helstu skýjagerðum
hvernig veður breytist samfara skilum
einkennum og áhrifum hafstrauma og sjógerða við Ísland
helstu gerðum jarðmyndana á Íslandi
eðli jarðskjálfta og hvar á Íslandi stafar mestri hættu af þeim
tengslum fortíðar og nútíðar varðandi þróun byggðar og atvinnuvega við Skjálfanda
sögu hvalaskoðunar
sögu hvalveiða við Ísland
þjóðsögum sem tengjast svæðinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um lífríki lands og sjávar sem geta nýst í starfi
bera kennsl á ólíkar tegundir dýra og plantna á svæðinu
segja frá örnefnum og staðháttum við Skjálfandaflóa
teikna veðurkort út frá upplýsingum reiknilíkans
skýra hvaða kraftar stýra hreyfingum lofts og hver áhrif þeirra eru á vindhraða og stefnu
spá fyrir um veðrabreytingar út frá eigin athugunum og fyrirliggjandi gögnum
útskýra myndun jarðlaga og tengja við ástand umhverfis á myndunartíma þess
fjalla um ísaldir og kenningar um orsakir þeirra
útskýra myndun mismunandi landsvæða af völdum innrænna afla, s.s. út frá landreki, eldvirkni, jarðskjálftum og jarðhita
fjalla um landmótun sem stjórnast af útrænum öflum, s.s. landmótun af völdum frostverkana, vatnsfalla, sjávar, jökla og vinds
afla sér upplýsinga um sögu hvalveiða við Ísland
afla sér upplýsinga um sögu og þróun mannlífs á svæðinu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðla upplýsingum um lífríki í og við Skjálfandaflóa á íslensku og ensku
miðla upplýsingum um veðurspá á Skjálfandaflóa á íslensku og ensku
miðla upplýsingum um staðhætti við Skjálfandaflóa og jarðfræði svæðisins á íslensku og ensku
miðla upplýsingum um hvalveiðar á íslensku og ensku
miðla upplýsingum um sögu Húsavíkur og menningu við Skjálfandaflóa á íslensku og ensku.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Lögð er áhersla á munnlegan flutning.