Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1495012841.66

    Notkun gagnasafna
    GAGN1NG05(AU)
    2
    Gagnasafnsfræði
    Notkun gagnasafna
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AU
    Í áfanganum kynnast nemendur og vinna með gagnasöfn og skoða hlutverk þeirra í upplýsingasamfélagi. Áhersla er lögð á gögnin sjálf og mismunandi geymsluform og nálgun þeirra. Nemendur kynnast grunnþáttum fyrirspurnarmálsins SQL og læra beitingu þess við almenna gagnavinnslu.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gögnum í upplýsingasamfélagi.
    • mismunandi gagnaformum.
    • grunnþáttum SQL fyrirspurnarmálsins.
    • mikilvægi tilraunagagna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera SQL fyrirspurnir.
    • setja inn gögn.
    • uppfæra gögn.
    • eyða gögnum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með gagnagrunna s.s. skrá, uppfæra og eyða gögnum.
    • vinna með mismunandi gagnaform.
    • vinna með fyrirspurnir.
    Símat.