Í áfanganum kynnast nemendur helstu hugtökum gagnasafnsfræðinnar. Áhersla er lögð á vensluð gagnasöfn og nýtingu þeirra í gegnum fyrirspurnarmálið SQL. Nemendur læra undirstöðuatriði í hönnungangagrunna og smíði þeirra. Farið er sérstaklega í greiningu og flokkun gagna í töflur og hvernig gögn venslast saman samkvæmt regluverki gagnasafnsfræðinnar. Nemendur kynnast grunnþáttum fyrirspurnarmálsins SQL og læra beitingu þess við smíðar, uppfærslu og vinnu með vensluð gögn í gagnagrunnum. Einnig eru kynntar vistaðar stefjur (e. stored procedures) og föll. Er notkun þeirra kynnt og æfð. Í áfanganum er þekkingaröflun studd fjölda verkefna og rædd eru ýmis álitamál sem upp koma við hönnun.
GAGN1NG05AU
FORR2FA05BU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu venslaðra gagnagrunna.
algengustu SQL fyrirspurnum.
hugtökunum frumlykill og aðkomulykill.
hugtakinu heilindi gagna.
aðferðum við varðveislu gagna.
uppbyggingu vistaðra stefja.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota venslaða gagnagrunna.
nota SQL fyrirspurnir.
nota mismunandi lykla.
varðveita gögn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna og smíða venslaðan gagnagrunn.
skrá, breyta og eyða gögnum í vensluðu gagnasafni.
sinna einfaldari gagnavinnslu með vistuðum stefjum og föllum.
skrifa gagnagrunnsskrift með tilheyrandi gagnaskýringum.