Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1495026849.85

    Vefhönnun II
    VEFÞ2VH05(BU)
    2
    Vefþróun
    Vefhönnun II
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BU
    Í áfanganum vinna nemendur að sveigjanlegri vefsíðuhönnun (e. Responsive Web Design) og skoða mismunandi aðferðir við uppsetningu (e. layout) snjallvefsíðna. Farið er í stílsetningu viðmiðunarmarka (e. breakpoints) í stílsíðu. Farið er í uppsetningu á samskiptaformi og töflu. Nemendur vinna með kvikun (e. animation) til að lífga upp á vefsíður og til að ná fram gagnvirkni í samskiptum vafra við notendur.
    VEFÞ1VG05AU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sveigjanlegri vefhönnun (e. RWD).
    • viðmiðunarmörkum.
    • mismunandi uppsetningum.
    • töflum í vefsíðu.
    • samskiptaformi í vefsíðu.
    • kvikun í vefsíðu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota mismunandi uppsetningar fyrir vefsíður.
    • stílsetja vefsíður með viðmiðunarmörkum.
    • vinna með einfalda kvikun.
    • búa til töflu í vefsíðu.
    • búa til samskiptaform í vefsíðu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til skalanlega vefsíðu.
    • nota mismunandi uppsetningar.
    • búa til gagnvirka vefsíðu.
    • vinna með kvikun í vefsíðu.
    • búa til töflu í vefsíðu.
    • búa til samskiptaform í vefsíðu.
    Símat.