Í áfanganum er megináhersla lögð á stjórnmálafræði og, þegar við á, hvernig stjórnmál birtast í fjölmiðlum og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér tungumál fræðigreinanna með því að öðlast skilning á hugtökum þeirra. Nemendur afla sér þekkingar á helstu straumum og stefnum í stjórnmálafræði og taka afstöðu til álitamála út frá sjónarhóli stjórnmálanna.
LÆSI2ME10
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
helstu hugtökum og hugmyndakerfum fræðigreinarinnar
íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála
aðalatriðum feminískra kenninga og póstmódernisma
mótunarafli og áhrifavaldi fjölmiðla í samfélaginu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökunum sem hann lærir í áfanganum
greina á milli ólíkra stefna og kenninga
afla sér gagna úr fjölmiðlum og greina þau
vera gagrýninn og hagnýta sér það sér til framdráttar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota fjölmiðla til að greina stjórnmálalega atburðarás og framvindu mála í samfélaginu
staðsetja sig og viðhorf sín gagnvart álitamálum og stefnum í samfélaginu
hagnýta sér fjölmiðla með því að þekkja eiginleika þeirra og bakland
beita gagnrýninni hugsun
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.