Í þessum áfanga er áfram unnið með færniþættina fjóra, hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni meira sjálfstæði en fyrr í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Unnið er með fjölbreyttara námsefni en áður af ýmsum toga s.s. bókmenntir, listir, rauntexta og fleira eftir áhugasviði nemenda. Tungumálið er skoðað í víðara samhengi með það að markmiði að nemendur verði öruggari í notkun málsins.
Franska 4
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
flóknari orðaforða sem þarf að ráða yfir til að mæta hæfnimarkmiðum áfangans
helstu grunnatriðum fransks málkerfis
menningu, helstu samskiptavenjum og siðum frönskumælandi þjóða
almennum samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgjast með frásögnum eða samtölum um almenn eða sérhæfð málefni sem hann þekkir þar sem talað er skýrt og greinilega
fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatextum
geta aflað sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga
skrifa frásagnir um ýmis efni
ræða við aðra um daglegt líf sitt, liðna atburði og áform
ná aðalatriðum í styttri textum í dagblöðum, tímaritum eða á netinu með hjálp orðabókar
skilja talað mál um þekkt efni og ná aðalatriðum í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmarkað efni
halda kynningu á efni sem tengist efni áfangans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita viðeigandi aðferðum við lestur eftir því hver tilgangurinn er hverju sinni
afla sér ýmissa upplýsinga úr mæltu máli, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í námi og starfi
skilja daglegt mál ef talað er skýrt og bregðast rétt við
tileinka sér aðalatriði í stuttum og/eða einföldum rauntextum af ýmsu tagi og geta dregið ályktanir af því sem hann les
geta beitt mismunandi málsniðum
segja frá eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
eiga tjáskipti við frönskumælandi einstaklinga um efni sem tengjast daglegu lífi, ferðalögum, skóla og starfi
segja skýrt og skilmerkilega frá undirbúnu eða vel þekktu efni
skipuleggja nám og námsaðferðir við hæfi
nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
meta eigið vinnuframlag og framfarir í áfanganum.
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.