Þessi áfangi er lokaáfangi á mála- og menningarbraut. Í áfanganum verður lesið ágrip af enskri bókmenntasögu frá upphafi fram á 19. öld með það fyrir augum að nemendur geti tekist á við lestur texta frá ólíkum tímabilum. Lesnir verða skemmri textar og sýnishorn úr lengri textum frá merkustu tímabilum
bókmenntasögunnar ásamt tveimur skáldsögum frá þessum tímabilum. Jafnframt verður eitt stórt leikverk eftir William Shakespeare tekið til yfirferðar. Áfram verður unnið með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum.
ENSK3BS04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppruna tungumálsins, útbreiðslu og þróun þess
bókmenntasögu og tengslum bókmennta við engilsaxneska menningu og sögu
þekktum bókmenntaverkum í enskri bókmenntasögu
orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum um mál sem eru efst á baugi hverju sinni
skilja almennt talað mál þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram eða verið að talað um flókna hluti
beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónlegum og prófað ólík stílbrigði og málsnið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og viðhorfum sem liggja þar til grundvallar
búa yfir hæfni til að lesa og greina bókmenntatexta með frá helstu tímabilum enskrar bókmennta- og málsögu
greina líkingamál og flókinn orðaforða sem og bókmenntafræðihugtök
gera grein fyrir viðfangsefnum sínum á lipurri, blæbrigðaríkri og að mestu hnökralausri ensku
tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.