Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496240017.29

    Fallafræði
    STÆR3FX06(MA)
    59
    stærðfræði
    Fallafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    MA
    Helstu efnisþættir eru hornaföll, hornafallajöfnur, rúmfræðireikningur, stikun, ofanvarp, föll, ferlar falla, ýmis fallahugtök, samsett og andhverf föll, nokkur mikilvæg föll, eiginleg markgildi og samfelldni. Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
    STÆR2RU06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hornaföllum, bogamáli og bogaeiningu
    • hornafallareglum og lausn hornafallajafna
    • sínus- og kósínusreglunum
    • ákveðum
    • stikunum hrings og línu
    • ofanvarpi á línu og vigur og fjarlægð frá línu
    • föllum, ferlum falla og ýmsum fallahugtökum
    • samsettum og andhverfum föllum
    • veldis- og rótarföllum, algildisfallinu, margliðuföllum, ræðum föllum, vísis- og lograföllum og hornaföllum
    • eiginlegum markgildum og samfelldni falla
    • meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar námsefnisins
    • skilgreiningum helstu hugtaka og sönnunum reglna í námsefninu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna horn frá einum vigri til annars, beita hornafallareglum og leysa hornafallajöfnur
    • leysa ýmis rúmfræðileg verkefni m.a. með því að nota vigra, sínus- og kósínusreglur, ákveður, stikanir og ofanvörp
    • vinna með ýmis föll og fallahugtök
    • teikna gröf falla
    • mynda samsett föll og finna andhverfur falla
    • leysa ýmsar jöfnur tengdar föllum
    • finna eiginleg markgildi falla
    • nota milligildisreglu til að sanna tilvist lausna jafna
    • setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geta valið aðferð sem við á hverju sinni
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausn yrtra verkefna
    • leysa þrautir með skipulegum leitaraðferðum og uppsetningu jafna
    • klæða yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
    • fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    • geti beitt einföldum samsettum röksemdum
    • geti rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.