Helstu efnisþættir eru óeiginleg markgildi, aðfellur, diffurreikningur, afleiður ýmissa falla, hagnýting diffurreiknings, diffur, óákveðið heildi, flatarmál, heildanleiki, ákveðið heildi, heildunaraðferðir, rúmmál snúða og fyrsta stigs diffurjöfnur.
Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
STÆR3FX06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
óeiginlegum markgildum og aðfellum falla
diffrun ýmissa falla og diffurreglum
staðbundnum útgildum og beygjuskilum
diffurhugtakinu og línulegum nálgunum
stofnföllum helstu falla
bútun og undir- og yfirsummum
óákveðnum og ákveðnum heildum
tengslum ákveðins heildis við flatarmál
innsetningaraðferðum og hlutheildun
stofnbrotsliðun ræðra falla
línulegum diffurjöfnum af fyrsta stigi og diffurjöfnum með aðskiljanlegum breytistærðum