Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496308155.17

    Starfsnám bóklegt starsnám sérnám
    STAR1BS04(SN)
    8
    Starfsumhverfi og vinnustaðakynning
    Bóklegt starfsnám
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Stefnt er að því að nemendur fái fræðslu um helstu atvinnuvegi á Íslandi og hin ólíku störf sem bjóðast. Áhersla er lögð á að nemendur velti fyrir sér eigin áhuga og styrk í tengslum við starfsundirbúning. Nemendur kynnast þeim almennu reglum, bæði skrifuðum sem óskrifuðum, sem gilda í mannlegum samskiptum við samstarfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum. Frætt er um réttindi og skyldur starfsmanna sem gilda á almennum vinnumarkaði og einnig á vernduðum vinnustöðum. Fjallað verður um stéttarfélög og hlutverk þeirra í samfélaginu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atvinnuvegum landsins
    • ólíkum störfum
    • réttindum og skyldum sem gilda á almennum vinnumarkaði
    • hlutverki stéttarfélaga
    • mikilvægi þess að stunda vinnu og vera þannig þátttakandi í samfélaginu
    • mikilvægi stundvísi til vinnu
    • einföldum launaseðlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina eigin áhuga svo og sterkar og veikar hliðar í tengslum við starfsundirbúning
    • greina þau atriði sem taka ber tillit til við starfsval
    • viðhafa kurteisi við samstarfsfólk
    • koma fram í atvinnuviðtölum
    • lesa grundvallaratriði út úr launaseðlum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • takast á við störf á almennum vinnumarkaði
    Símat sem byggist á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.