Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496310714.83

    Enska hlustun og tjáning sérnám
    ENSK1HT04
    42
    enska
    Hlustun og tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Unnið er að því að rifja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa. Í áfanganum er annars vegar lögð áhersla á hlustun til að nemendur þjálfist í að skilja enskt talað mál. Hlustunar- og myndefni er notað sem efniviður í málæfingar og ritun. Hins vegar er áhersla lögð á munnlega tjáningu til að nemendur þjálfist í að tala ensku og rökstyðja skoðanir sínar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hagnýtum orðaforða daglegs máls
    • munnlegri notkun tungumálsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í samræðum um einfalda hluti daglegs lífs
    • tjá sig skýrt og hnökralaust um undirbúið efni
    • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
    • ná inntaki í einföldum töluðum setningum um kunnugleg efni
    • ná inntaki í einföldum dægurlagatextum á ensku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
    • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu á eins skýran hátt og mögulegt er
    • geta nýtt fjölmiðla sér til gagns
    • skilja sér til gagns einfalt daglegt talmál
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.