Í áfanganum er megináhersla lögð á lestur og lesskilning á ensku. Unnið er að því að rifja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa. Nemendur fá þjálfun í að lesa ólíka texta. Þeir þurfa að sýna fram á lesskilning, með því að svara spurningum, ýmist munnlega eða skriflega.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nauðsynlegum, hagnýtum orðaforða til að geta lesið einfalda texta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa texta sér til skilnings
lesa texta á eigin áhugasviði eða um kunnugleg efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa sér til skemmtunar og notagildis
geta aflað sér upplýsinga og hagnýtt sér þær í námi og daglegu lífi
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.