Helstu efnisþættir eru þrepun, runur og raðir, talningarfræði, líkindarúm, skilyrt líkindi, óháðir atburðir, hagnýting líkindareiknings í erfðafræði, slembistærðir, dreififöll, líkindaföll, þéttleikaföll, væntigildi, fervik, strjálar og samfelldar líkindadreifingar, tveggja breytu slembistærðir, óháðar slembistærðir og samfylgni.
Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
STÆR3HX07
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þrepun
runum, röðum og hlutsummurunum
mismuna- og kvótarunum
skúffu- og margföldunarreglunum, umröðunum, samantektum og tvíliðureglu
slembitilraunum, atburðum, líkindum, líkindarúmum og frumsendum Kolmogorovs
skilyrtum líkindum, lögmáli fyrir heildarlíkindum og reglu Bayes
óháðum atburðum
hagnýtingu líkindareiknings í erfðafræði
líkindafræðilegum sönnunum í erfðafræði
slembistærðum, dreififöllum, líkindaföllum, þéttleikaföllum og hlutfallsmarki
væntigildi, fervikum og staðalfrávikum
ýmsum líkindadreifingum
sambandi milli líkindadreifinga
tveggja breytu slembistærðum, óháðum slembistærðum og samfylgni