Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496314324.15

    Fjölmiðlafræði fjölmiðlar og fjölmiðlaheimurinn sérnám
    FJÖL1FF04
    4
    fjölmiðlafræði
    fjölmiðlun og fjölmiðlaheimurinn
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er áhersla á að vekja áhuga nemenda á fjölmiðlum, fréttum og hvað ber hæst í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Unnið er með ólíka fjölmiðla s.s. dagblöð, útvarp, sjónvarp, netmiðla og tímarit. Nemendur læra um gildi, tilgang og muninn á ólíkum miðlum. Nemendur skoða fjölmiðla í sögulegu samhengi, hvernig þeir hafa breyst og reyna að átta sig á hvernig framtíðin verður í fjölmiðlum. Einnig er unnið með ljósmyndir og auglýsingar í fjölmiðlum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreytni í fjölmiðlum og hverjum þeir eiga að þjóna
    • ólíkum tilgangi fjölmiðla
    • uppbyggingu dagblaða s.s. ritstjóraspjall, forsíða, smáauglýsingar, slúðurfréttir o.fl.
    • fjölmiðlum í sögulegu samhengi
    • hvar hægt er að finna efni í fjölmiðlum sem höfðar til hvers og eins nemanda
    • gildi auglýsinga og hvað gerir þær áhugaverðar og grípandi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota ólíka fjölmiðla ýmist á netinu, í útvarpi, í sjónvarpi og á prenti
    • finna efni í fjölmiðlum sem höfðar til hans
    • fylgjast með áhugaverðu fréttatengdu efni
    • flétta upp fréttatengdu efni og vita hvar hægt er að leita að og finna efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með fréttatengdu efni
    • þekkja fjölbreytta fjölmiðla
    • átta sig á hvað hver fjölmiðill stendur fyrir
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.