Í þessum áfanga er markmiðið að nemendur horfi á fjölbreytt úrval fræðslumynda og læri að taka við fróðleik í gegnum þann miðil. Nemendur taka þátt í að velja viðfangsefni eftir áhuga hvers og eins og markvisst er unnið að því að hafa efnið sem ólíkast og fjölbreyttast. Í lok hverrar fræðslumyndar talar hópurinn saman um það sem fyrir augu bar og loks er unnið verkefni um fræðslumyndina sem kennari útbýr.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tilvist fræðslumynda og að þar sé hægt að komast yfir ýmsan fróðleik
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
einbeita sér að því að horfa á fræðslumynd
taka þátt í umræðum um hverja mynd
sýna myndum áhuga sem bekkjarfélagar velja
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
njóta fræðslumynda
taka þátt í umræðum um ýmis konar málefni
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.