Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496316586.37

    Goðafræði æsir sérnám
    GOÐA1ÆS02
    2
    Goðafræði
    Æsir
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í þessum áfanga er markmiðið að nemendur fái innsýn í norræna goðafræði og er notast við kennslubókina Æsir á fljúgandi ferð. Nemendur byggja hér ofan á fyrri þekkingu í goðafræði og fá áframhaldandi kennslu um okkar forna menningararf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • norrænni goðafræði eins og kostur er
    • tilurð heimsins samkvæmt goðafræðinni
    • persónum goðafræðinnar
    • ólíkum heimum goðafræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina í sundur helstu persónur og leikendur goðafræðinnar
    • endursegja lesið efni
    • taka þátt í umræðum um goðafræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • njóta okkar forna menningararfs
    • bæta orðaforða sinn
    • lesa sér til ánægju
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.