Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496317007.15

    Tölfræði
    STÆR3LÁ05(MA)
    64
    stærðfræði
    lýsandi tölfræði, töflureiknir, ályktunartölfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Meginefni áfangans er tölfræði, líkindareikningur og ályktanafræði. Helstu efnisþættir eru vinnsla gagna, myndræn framsetning, mælikvarðar á miðsækni og dreifingu, líkindareikningur og líkindadreifingar, úrtaksfræði, öryggisbil og tilgátuprófanir. Aðaláhersla áfangans er á þjálfun í dæmareikningi úr þessum efnisatriðum og að koma gögnum á skipulagt form, reikna helstu lýsistærðir og draga ályktanir.
    STÆR2FF05 (eða STÆR2RU06)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tíðnitöflum, hlutfallslegri- og samanlagðri tíðni
    • eiginleikum mismunandi rita eins og súlu-, stöpla- og skífurita
    • helstu mælikvörðum miðsækni eins og meðaltali, miðgildi og tíðasta gildi
    • helstu mælikvörðum dreifni eins og staðalfráviki, meðalfráviki og dreifisviði
    • líkindahugtakinu og helstu reikniaðferðum
    • ýmsum líkindadreifingum og eiginleikum þeirra
    • nokkrum leiðum til að velja úrtak úr þýði
    • öryggismörkum og öryggisbilum og þeim forsendum sem liggja að baki
    • tilgátuprófunum (einhliða/tvíhliða) og skekkjum í tölfræðilegum ályktunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp og lesa úr tíðnitöflum
    • nota töflur til að gera súlu-, stöpla og skífurit, í höndum og í tölvu
    • reikna meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi út frá gögnum
    • reikna staðalfrávik, meðalfrávik og dreifisvið út frá gögnum
    • reikna líkindi á einföldum atburðum
    • lesa úr töflum og finna flatarmál undir kúrfum
    • reikna út öryggismörk og öryggisbil með mismunandi forsendum
    • setja upp tilgátupróf og sannreyna þau
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausnir
    • beita skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni og þrautir
    • klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
    • fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og texta
    • meta og gagnrýna tölfræðilegar upplýsingar í umhverfi sínu
    • tengja efni áfangans við megindlegar rannsóknaraðferðir í vísindum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.