Helstu efnisþættir eru breiðbogaföll, bogalengd, rúmmál og yfirborðsmál í rétthyrndu hnitakerfi, varpanir, hliðrun, speglun, stríkkun, margföldun um punkt, snúningur, pólhnitakerfi, flatarmál, bogalengd og yfirborðsmál í pólhnitakerfi, tvinntalnakerfið, tvinnföll af raunbreytu, diffurjöfnur af öðru stigi og hagnýting þeirra.
Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
STÆR3HX07 eða STÆR3HL07
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
breiðbogaföllum og breiðbogafallareglum
diffrun breiðbogafalla
helstu reglum við að finna bogalengd falla og rúmmál og yfirborðsmál við snúning falla um láréttar og lóðréttar línur
varpanahugtakinu og ýmsum vörpunum
sambandi pólhnita og rétthyrnda hnita
gröfum í pólhnitum
uppbyggingu tvinntalnakerfisins
veldum og rótum tvinntalna
reglu de Moivres
samok tvinntölu og vísisfallinu ez
reglu Eulers og tengslum hornafalla og breiðbogafalla
myndmengjum, markgildum, samfelldni og diffurkvóta tvinnfalla af raunbreytum