Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496324892.41

    Heilbrigðisfræði heilbrigt líf sérnám
    HBFR1HL04
    13
    heilbrigðisfræði
    Heilbrigt líf
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Markmið með áfanganum er að nemandi öðlist þekkingu til að geta tekið ábyrgð á eigin heilbrigði. Áhersla er lögð á að efla þá sjálfsvitund og sjálfstæði sem fylgir því að verða fullorðinn. Nemandi lærir um mikilvægi hreinlætis og umhirðu líkamans, holla lífshætti svo sem tengsl hreyfingar og mataræðis á líkamlega og andlega heilsu. Nemendum eru kenndir undirstöðuþættir í kynhegðun og kynlífsheilbrigði. Þá fjallar áfanginn einnig um skaðsemi tóbaksreykinga og vímuefna. Að lokum er farið yfir helstu þætti skyndihjálpar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu heilbrigði
    • gildi hreinlætis og umhirðu líkamans
    • gildi hreyfingar, hvíldar og mataræðis á sál og líkama
    • kynhegðun
    • kynlífsheilbrigði
    • skaðsemi vímuefna á sál og líkama
    • helstu þáttum skyndihjálpar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sinna hreinlæti líkamans
    • velja sér klæðnað við hæfi
    • sinna reglubundinni tannhirðu
    • greina í sundur hollt mataræði frá óhollu
    • stunda markvissa hreyfingu
    • unna sér hæfilegrar hvíldar
    • varast notkun vímuefna
    • viðhafa ábyrga kynhegðun
    • greina einföldustu óhöpp og slys
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stuðla að reglusemi, vellíðan og heilbrigði í eigin lífi
    • tengja heilsufarsástand við heilbrigðan lífsstíl
    • bera ábyrgð á eigin kynhegðun
    • veita fyrstu hjálp við minni háttar óhöpp
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.