Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496852340.04

    Andlitsmeðferð framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    ANMF2BB04(FB)
    2
    Andlitsmeðferð
    Rafræn meðferð
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    FB
    Í áfanganum læra nemendur rafræna meðferð, um mismunandi tegundir strauma, eðli þeirra og virkni. Nemendur læra um djúphreinsun og mismunandi gerðir andlitsmaska. Farið er í spjaldskrárgerð, aukin færni fengin í að húðgreina og greina mismunandi húðeinkenni umfram grunnþætti og að velja ólíkar snyrtivörur fyrir mismunandi meðferðarþætti. Lögð er áhersla á rökstutt val meðferðar með tilliti til húðgerðar og frábendinga. Nemendur læra um tilgang og virkni rafefna, djúphreinsa og andlitsmaska og tengja við áfangann ANMF3BA07.
    Byrjunaráfangar í andlitsmeðferð samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu húðeinkennum og flokkun húðlýta til að öðlast meiri færni í að skynja og greina mismunandi húðgerðir
    • spjaldskrárgerð og notkun hennar við húðmeðferð
    • helstu grunnlögmálum rafmagnsfræðinnar
    • ólíkum straumgerðum sem notaðar eru í húðmeðferð
    • rafmeðferð þ.e. jafnstraums og riðstraums, áhrifum þeirra og tilgangi í húðmeðferð efnum sem notuð eru í rafrænni meðferð
    • mismunandi hitagjöfum sem eru notaðir í húðmeðferð
    • áhrifum og notkun gufu og innrauðra geisla í húðmeðferð
    • mismunandi djúphreinsiefnum og helstu aðferðum við notkun þeirra
    • flokkun andlitsmaska, tilgangi þeirra og fjölbreyttum áhrifum á húðina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylla út húðgreiningarblöð á fljótan og markvissan hátt og vinna eftir þeim verklega þætti meðferðar
    • rökstyðja val sitt á meðferðarþáttum og efnisvali meðferðar
    • ráðleggja um snyrtivörur á markvissan hátt þ.m.t velja krem og serum með tilvísun í innihaldsefni, lífvirkum áhrifum og tilgangi þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir vali grunnsnyrtivara og efna í meðferð og rökstyðja það með vísun til starfsemi og uppbyggingu húðar
    • gera grein fyrir mismunandi tilgangi nuddhreyfinga sem nuddkerfi samanstanda af og
    • geti stutt það rökum með tilliti til starfsemi vöðva andlits, höfuðs og herða
    • aðgreina mismunandi húðgerðir og skynja mismunandi þarfir þeirra við meðhöndlun, val á snyrtivörum, mismunandi verkþáttum og ráðgjöf
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Vinnueinkunn (verkefnavinna, kannanir, skyndipróf, frammistaða í kennslustundum) og lokapróf