Námið er verklegt og fer fram í kennslueldhúsi. Stefnt er að því að búa nemendur sem best undir að bjarga sér við heimilisstörf. Í áfanganum er megináherslan lögð á að læra að búa til snarl, snakk og nesti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnaðferðum sem notaðar eru við eldamennsku og bakstur
hollu mataræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fara eftir uppskriftum
nota helstu heimilistæki við eldamennsku
greina á milli holls og óholls snakks
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka til nesti fyrir styttri ferðir
búa til eða taka til snakk fyrir gesti
búa til hollt snarl
auka sjálfstæði sitt og færni við matargerð
nýta helstu miðla til að afla upplýsinga um bakstur og uppskriftir
viðhafa vönduð vinnubrögð og sýna fram á góða umgengni og frágang í samræmi við hreinlætiskröfur