Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497265959.5

    Íslenska Egilssaga sérnám
    ÍSLE1EG02
    81
    íslenska
    Egilssaga
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í þessum áfanga er markmiðið að nemendur fái innsýn í Eglu. Sagan er lesin á léttlestrarformi. Nemendur kynnast heimi Íslendingasagna með því að lesa og ræða söguna út frá söguþræði og persónum sem og sögusviði, atvinnuháttum og daglegu lífi fyrr á tímum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • heimi Íslendingasagna
    • Egils sögu, sögusviðinu og aukapersónum sögunnar
    • mikilvægi lestrar
    • mikilvægi þess að geta unnið aðalatriði úr texta á skýran og markvissan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja lesinn texta
    • endursegja lesið efni
    • taka þátt í umræðum um bókmenntir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja að einhverju leyti heim Íslendingasagna
    • njóta íslenskrar sagnahefðar
    • auka lestrarhæfni sína
    • dýpka lesskilning sinn
    • bæta við orðaforða sinn og almennan hugtakaskilning
    • lesa sér til ánægju
    • auka skilning sinn og þekkingu á samfélaginu og mannlegu atferli og samskiptum í gegnum bókmenntir
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.