Markmið áfangans er að styrkja sjálfstraust nemenda í félagslegum samskiptum með því að auka hugtakaskilning og orðaforða þeirra. Stuðst er við orðaspilið Kröflu þar sem reynir á orðaforða og nemendur takast einnig á við þær tilfinningar sem að fylgja því bæði að vinna og tapa.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig góður orðaforði og félagslegur þroski getur eflt hann sem persónu í samskiptum við annað fólk
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með öðrum
tjá sig með skýrum, kurteisum hætti
fara að settum reglum
taka sigri og ósigri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hlusta og nýta sér upplýsingar, fróðleik og skemmtun í töluðu máli
efla félagsleg samskipti þar sem tjáning fer fram með skýrum og kurteisum hætti og er undirstaða sjálfsöryggis, sjálfstrausts og vellíðunar í lífinu