Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497272751.92

    Íslenska málfræði sérnám
    ÍSLE1MF04
    75
    íslenska
    Málfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í þessum áfanga fá nemendur þjálfun og kennslu í grunnatriðum íslenskrar málfræði s.s. greini, tölu, kyni, tíðum, sagnbeygingum, forsetningum, stigbreytingu lýsingarorða og fornöfnum. Unnið er að því að rifja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum málfræðinnar í rituðu og töluðu máli
    • helstu málfræðihugtökum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnreglum málfræði eins og kostur er
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tala rétt mál
    • skrifa rétt mál
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.