Markmið í lok áfangans er að nemandi þekki og geti lesið og skrifað þriggja til fimm stafa orð og geti parað orð og mynd. Áhersla er á að kenna grunnþætti í lestri, tengingu stafa og lesturs á einföldum orðum og einstakar orðmyndir. Einnig er áhersla lögð á að nemendur örvist í allri málnotkun og bæti orðaforða sinn og hugtakaskilning.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að tengja rétt orð við mynd
að lesa/þekkja orð
að þekkja stafina
að skrifa einföld orð ýmist með eða án fyrirmyndar
að lesa stutta frásögn og algeng orð
að nota talað mál eins og kostur er
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja alla stafina og geta skrifað þá
skrifa og lesa einföld orð
skoða bækur að eigin frumkvæði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa og skilja einföld orð
tjá sig meira
þekkja einföld orð og geta tengt við mynd
nota talað mál eins og kostur er
auðga orðaforða sinn og bæta hugtakaskilning
taka þátt í tjáskiptum
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.