Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497273568.5

    Íslenska lestur og ritun sérnám
    ÍSLE1LR04
    76
    íslenska
    lestur og ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Nemendur fá þjálfun og kennslu í að skrifa margvíslega texta. Þeir fá kennslu í skapandi skrifum, að endursegja texta og að svara spurningum úr lesnum texta. Einnig fá nemendur þjálfun í ritgerðasmíð og heimildavinnu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnreglum ritunar
    • hugtökum eins og upphaf texta, miðju og endi
    • uppbyggingu málsgreina og aðalatriðum og aukaatriðum í texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa texta um efni sem hann hefur þekkingu á og fylgja hefðum um uppbyggingu texta
    • skrifa um efni sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styrkja sig í ritun á frumsömdum og lesnum texta
    • sýna sjálfstæði í ritun
    • semja eigin texta
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.