Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497273787.59

    Íslenska stafsetning sérnám
    ÍSLE1SS04
    70
    íslenska
    Stafsetning
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í þessum áfanga er markmiðið að nemendur fái kennslu og þjálfun í grunnþekkingu í stafsetningu og greinamerkjasetningu. Í lok áfangans eiga nemendur að þekkja helstu reglur ritaðs máls og geta nýtt sér þekkinguna í rituðu og töluðu máli. Nemendur fá þjálfun í notkun orðabóka og leiðréttingaforrita.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum stafsetningar
    • grunnþáttum greinamerkjasetningar
    • notkun orðabóka og hjálparforrita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa læsilegan og skýran texta
    • stafsetja rétt
    • nota greinamerki rétt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa texta þar sem grundvallaratriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar er fylgt
    • nota orðabók og leiðréttingaforrit
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.