Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497274669.77

    Kynjafræði stelpur og unglingsárin
    KYFR1SU02
    1
    Kynjafræði
    Stelpur og unglingsárin
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Í þessum áfanga er fjallað um flest það sem viðkemur stelpum og unglingsárum. Meðal annars er fjallað um líkamann, kynþroskann, hreinlæti, snertingu, fjölskyldur, sjálfstraust og sjálfsmynd, fyrirmyndir og staðalímyndir, vináttu og ást.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum aðstæðum stelpna, upplifunum og lífsreynslu
    • hvað einkennir gott sjálfstraust
    • „reglum“ um snertingu og einkasvæði hreinlæti
    • útlitsdýrkun og hvað hún hefur í för með sér
    • mikilvægi vina/vinkonu sambanda
    • sambandi tveggja einstaklinga
    • kynþroska hjá strákum og stelpum
    • ástinni eins og kostur er
    • undirstöðuþáttum í kynheilbrigði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja einkasvæði líkamans
    • greina í sundur góðar og slæmar tilfinningar
    • tryggja eigið öryggi
    • greina eigin framkomu við aðra
    • taka tillit til ólíkra aðstæðna einstaklinga
    • taka þátt í umræðum um „stelpumál“
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum
    • lifa sem hamingjusamur einstaklingur með heilbrigða kynhegðun
    Símat sem byggist á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.