Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497277836.52

    Líffræði maðurinn sérnám
    LÍFF1MA04
    9
    líffræði
    maðurinn
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Megin markmið áfangans er að nemandi öðlist grunnþekkingu um líkamann og starfsemi helstu líffæra. Kennt er um hlutverk og uppbyggingu beinagrindar, vöðva, tauga og annarra líffæra. Þá er áhersla lögð á að nemandi þekki skynfærin og virkni þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki og uppbyggingu beinagrindar
    • hlutverki og uppbyggingu vöðvakerfis
    • hlutverki hjarta- og blóðrásarkerfis og öndunarfæra
    • meltingarfærum
    • taugakerfi
    • skynfærum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • staðsetja líkamshluta með nöfnum þeirra
    • staðsetja líffæri með nöfnum þeirra
    • greina eðlilegt heilsufarsástand á eigin líkama
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kunna skil á starfsemi líkamans og tengja saman heilbrigðan líkama við heilbrigðan lífstíl
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.