Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497278963.61

    Lífssleikni skólafærni sérnám
    LÍFS1SF03
    49
    lífsleikni
    Skólafærni
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    SN
    Áfanginn er ætlaður nýnemum. Hann er kenndur á fyrstu önn. Í áfanganum læra nemendur á nýja skólann, kynnast stuðningskerfinu í skólanum og því námi sem þar fer fram. Farið er í gegnum ýmis atriði sem hjálpa nemendum að fóta sig í framhaldsskóla svo sem ritvinnslu, notkun á bókasafni og námstækni. Farið verður í ýmsar forvarnir sem tengjast heilbrigðu lífi, sterkri sjálfsmynd og því að verða fullorðinn. Farið verður í nýnemaferð í upphafi annar til að hrista saman nemendur og kennara.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skólanum og umhverfi hans
    • því námi sem í boði er
    • námstækni
    • því stuðningskerfi sem skólinn býður upp á
    • því félagslífi sem í boði er
    • mikilvægi heilbrigðs lífs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér það stuðningskerfi sem skólinn býður upp á
    • gera námsáætlun
    • beita námstækni
    • nýta sér það félagslíf sem í boði er
    • nota tölvur í námi
    • greina þætti sem leiða til heilbrigðs lífs
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera virkur einstaklingur í skólasamfélaginu sem tekur ábyrgð á eigin gjörðum eins og kostur er
    • lifa heilbrigðu lífi
    • geta dafnað sem námsmaður á framhaldsskólastigi
    • taka ábyrgð á eigin námi eins og kostur er
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.