Markmið áfangans er að kynna nemendum nokkra valda þætti úr mannkynssögunni. Kennari velur þá þætti sem kenndir eru hverju sinni. Þar undir geta verið þættir um fornmenningarsamfélög, stríðsátök, tækni- og framfarasögu, mótun þjóða og þættir úr nútíma menningarsögu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum þáttum í mannkynssögunnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota sagnfræðileg hugtök
taka þátt í umræðum um tímabil, atburði og persónur í sögunni
skrifa texta um sögulegt efni
taka þátt í umræðum um atburði úr mannskynssögu
skrifa glósur í kennslustundum
finna heimildir um valið efni
flytja verkefni fyrir bekkjarfélaga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja samhengi atburða við samfélagið á hverjum tíma
auka söguvitund með því að setja sig í spor fólks á öðru tímaskeiði
temja sér gagnrýna hugsun
temja sér sjálfstæðar skoðanir
meta samtímaatburði í sögulegu ljósi
átta sig á orsökum og afleiðingum sögulegra atburða
Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.