Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497281753.82

    Menning menningarheimar sérnám
    MENN1MH04
    1
    menning
    Menningarheimar
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    SN
    Í áfanganum er kennt um fjölbreytta menningu, íslenska sem erlenda. Lagt er upp úr að nemandi skilji hugtakið menning og geti skilgreint menningu út frá hinum ýmsu þáttum hennar. Þá býður áfanginn upp á að hægt sé dýpka þekkingu á einstökum sviðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu menning
    • ólíkum þáttum menningar
    • ólíkum menningarheimum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja menningu við listir út frá uppruna, tímatali og markhóp
    • tengja mismunandi trúarbrögð við ólíka menningarheima
    • tengja matarhefðir við ólíka menningarheima
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta notið mismunandi menningar og greint bakgrunn hennar
    • bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum
    Símat sem byggist á áhuga og virkni nemanda í ýmiskonar verkefnagerð.