Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497282712.24

    Náttúrufræði náttúra og samfélag sérnám
    NÁTT1NS02
    15
    náttúrufræði
    Náttúra og samfélag
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    SN
    Áfanginn leitast við að samþætta markmið náttúrufræði- og samfélagsgreina. Markmiðið með áfanganum er að nemendur læri um fjölbreytileika íslenskrar náttúru og hringrásir hennar, læri um umhverfi sitt og ýmis hugtök sem tengjast því. Að þeir kunni að lesa landakort, fái innsýn í mannkynssögu sem og sögu lands og þjóðar og setji sig inn í hinn tæknivædda heim nútímans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að hann sé hluti af stærra samfélagi
    • hvað felst í því að Ísland er eyja
    • að maðurinn er hluti af náttúrunni
    • hvernig líf manna hefur breyst í aldanna rás og þátt tækninnar í þeim breytingum
    • nokkrum breytingum sem orðið hafa á nánasta umhverfi af mannavöldum
    • hættum á heimili og í umhverfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa í umhverfi sitt
    • nota einföld hugtök úr náttúruvísindum
    • taka eftir og ræða atriði í umhverfi sínu, sýna félögum og náttúru alúð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þroska með sér virðingu fyrir lífi, náttúru og umhverfi
    • vera forvitinn um umhverfi sitt og náttúru
    Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmiskonar verkefnagerð.